Miguel Torres hefur stýrt fjölskyldufyrirtækinu frá árinu 1991.
Miguel Torres hefur stýrt fjölskyldufyrirtækinu frá árinu 1991. — Mynd/Torres
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Torres er einn þekktasti vínframleiðandi í heimi og hefur í áratugi haft góð tengsl við Ísland.

Torres er einn þekktasti vínframleiðandi í heimi. Í fyrstu barst vín hans til Íslands á grundvelli vöruskipta. Miguel Torres ólst því upp við íslenskan fisk heima á Spáni en allt frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hann eflt fyrirtækið og byggt upp. Í dag á það ríflega 1.000 hektara ræktarlands og kaupir gríðarlegt magn af uppskeru annars staðar frá til þess að anna eftirspurn eftir vínunum.

Miguel Torres minnist þess þegar hann kom fyrst til Íslands fyrir áratugum og uppgötvaði að flestir Íslendingar þekktu til vínsins sem hann framleiðir. Enn í dag er hann vakandi yfir starfseminni þótt sonur hans sé tekinn við daglegri stjórn fyrirtækisins.

Í forvitnilegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag ræðir Torres sögu fyrirtækisins og hvernig hann hefur á síðustu áratugum orðið æ uppteknari af loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á víngerðina á Spáni og raunar um allan heim. Telur hann að á komandi áratugum þurfi fyrirtæki á borð við Torres að breyta nálgun sinni á víngerðina og raunar hefur hann fyrir löngu hafið það ferli, m.a. með kaupum á ræktarlandi ofar í Píreneafjöllum en áður hefur þekkst. Hann viðurkennir að hafa á einum tímapunkti hugleitt þann möguleika að kaupa ekrur á Gotlandi í því skyni að tryggja framtíðaruppskeru fyrir fyrirtækið.