Skólabygging Stofnun Árna Magnússonar er meðal annars í Árnagarði.
Skólabygging Stofnun Árna Magnússonar er meðal annars í Árnagarði. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur vakið athygli á skorti íslenskra leiðbeininga við hjartastuðtæki í Árnagarði í skrifum sínum á Facebook.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur vakið athygli á skorti íslenskra leiðbeininga við hjartastuðtæki í Árnagarði í skrifum sínum á Facebook. Leiðbeiningarnar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku.

„Í Árnagarði af öllum húsum. Ef einhvers staðar í veröldinni á að hafa íslensku í heiðri er það þarna, beint á móti dyrunum inn á Árnastofnun,“ skrifar Eiríkur.

Hann bendir einnig á að leiðbeiningarnar séu lífsnauðsynlegar.

„Fyrir utan þá óvirðingu sem íslenskunni er sýnd með því að hafa leiðbeiningar eingöngu á ensku er auðvitað lífsnauðsyn að leiðbeiningar af þessu tagi, sem varða bráðaaðgerðir sem geta skilið milli lífs og dauða, séu öllum skiljanlegar og á íslensku.“