Óvenjulegt afbrigði.

Óvenjulegt afbrigði. S-AV

Norður
5
G62
Á8543
KG106

Vestur Austur
K1093 ÁD87
Á5 987
D76 KG109
9853 72

Suður
G642
KD1043
2
ÁD4

Suður spilar 4.

Vestur hittir á beitta byrjun gegn 4, spilar út hjartaás og meira hjarta. Þar með verður spaði ekki stunginn í borði (vörnin mun trompa aftur út) og vandséð hvar tíundi slagurinn á að koma. En hann er nú þarna samt, ef vel er að gáð.

Einhvern veginn þarf að fría fimmta tígulinn og nýta. Samgangurinn leyfir hins vegar ekki nema tvær stungur heima og því þarf hreinlega að gefa vörninni slag á litinn. Spila til dæmis tígulás og tígli og henda spaða! Ef vörnin spilar trompi verður innkoman á hjartagosa notuð til að trompa tígul, síðan er laufi spilað á tíu og fimmti tígullinn fríaður með stungu. Loks er laufás spilað og laufdrottning yfirtekin með kóng. Þetta gefur tíu slagi: fjóra á tromp, fjóra á lauf og TVO á tígul.

Óvenjulegt afbrigði af „loser on loser“.