Framsóknarflokkurinn í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur kynnt framboðslista fyrir kosningarnar í vor, sem verða þær fyrstu eftir að Akrahreppur sameinaðist sveitarfélaginu. Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en hann var síðast í fimmta sætinu. Stefán Vagn Stefánsson leiddi listann síðast en hann settist á þing í síðustu alþingiskosningum og skipar nú heiðurssætið á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
Í öðru sæti listans nú er Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki, og þriðja sætið skipar Hrefna Jóhannesdóttir, skógarbóndi á Silfrastöðum og oddviti Akrahrepps. Bændur eru fjölmennir á lista flokksins að þessu sinni.