Leifsstöð 484 hafa sótt um vernd.
Leifsstöð 484 hafa sótt um vernd. — Morgunblaðið/Eggert
Níutíu flóttamenn frá Úkraínu sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi frá síðasta föstudegi til mánudags. Samtals hafa þá 484 Úkraínumenn sótt um vernd á Íslandi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar. 259 konur, 143 börn og 83 karlar.

Níutíu flóttamenn frá Úkraínu sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi frá síðasta föstudegi til mánudags. Samtals hafa þá 484 Úkraínumenn sótt um vernd á Íslandi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar. 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Þetta kemur fram í tölum sem birtar eru í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

Gert ráð fyrir fleira fólki

Miðað við þann fjölda sem hefur komið síðustu daga gerir spá um fjölda flóttamanna næsta mánuðinn, sem byggist á tölum síðustu viku, nú ráð fyrir allt að 644 flóttamönnum til viðbótar, en fyrir helgi var því spáð að 366 flóttamenn væru væntanlegir til landsins næsta mánuðinn.

Nýting langtímaúrræða 93%

Nýting skammtímaúræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd er nú 85% og nýting langtímaúrræða 93%.

Félagsmálaráðuneytið vinnur nú að gerð samninga við gististaða- og hóteleigendur sem vonir eru bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sækja um vernd.