Vanderbilt. V-AV
Norður | |
♠-- | |
♥K1065 | |
♦D76542 | |
♣973 |
Vestur | Austur |
♠DG5432 | ♠986 |
♥G873 | ♥ÁD942 |
♦10 | ♦G8 |
♣108 | ♣K65 |
Suður | |
♠ÁK107 | |
♥-- | |
♦ÁK93 | |
♣ÁDG42 |
Suður spilar 7♣.
Jan Jansma hefði vafalaust kosið að spila 7♦ frekar en 7♣, en það þýddi lítið að harma sagnir. Hann trompaði hjartaútspilið, stakk spaða í borði og svínaði laufdrottningu. Spilaði svo tígulníu á drottningu og svínaði aftur í laufi. Þrettán slagir.
Jansma og makker hans Chris Willenken spiluðu í sigursveit Rosenthals í Vanderbilt-keppninni í Reno. Með þeim í liði voru Boye Brogeland, Christian Bakke og Aaron Silverstein. Spilið að ofan kom upp í átta-liða úrslitum. Á hinu borðinu sátu sænsku Rimstedt-bræðurnir í NS gegn Boye og Bakke. Boye opnaði sem gjafari á multi 2♦ og Bakke þreifaði fyrir sér með 2♠ (sittu/stattu). Mikael Rimstedt var með sterku spilin í suður og passaði. Brjóst greinilega við að Boye ætti hjartalit og myndi breyta í 3♥ og hugðist þá taka til sinna ráða. Nei. Boye passaði og Óli bróðir líka. Einn niður og vesæll 100-kall upp í alslemmuna.