Úrkoma í mánuðinum hafði í gær mælst 209,0 millimetrar í Reykjavík.

Úrkoma í mánuðinum hafði í gær mælst 209,0 millimetrar í Reykjavík. Þrátt fyrir að mánuðurinn sé ekki alveg liðinn er ljóst að úrkomumet fyrir marsmánuð verður slegið í ár en mesta úrkoma sem hafði mælst hingað til í mars í Reykjavík var árið 1923, þá mældust 183,2 millimetrar.

Veðurfræðingur telur ólíklegt að mikið eigi eftir að bætast við úrkomuna til mánaðamóta.

Þá eru nokkur ár síðan meira en 200 millimetrar mældust í Reykjavík á einum mánuði en það gerðist síðast í október 2016. Þá mældist úrkoman 206,9 en það gerist sjaldan að mánaðarúrkoma sé meiri en 200 millimetrar.

Opinbera metið mældist í nóvember 1993 en þá var úrkoman 259,7 millimetrar. 2