Öflug Hulda Ósk Bergsteinsdóttir fór mikinn fyrir KR gegn ÍR í þriðja leik liðanna í Breiðholtinu í gær; skoraði 18 stig og tók fjögur fráköst.
Öflug Hulda Ósk Bergsteinsdóttir fór mikinn fyrir KR gegn ÍR í þriðja leik liðanna í Breiðholtinu í gær; skoraði 18 stig og tók fjögur fráköst. — Morgunblaðið/Eggert
Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 18 stig fyrir KR þegar liðið vann sex stiga sigur gegn ÍR í þriðja leik liðanna í fjögurra liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í TM-hellinum í Breiðholti í gær.

Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 18 stig fyrir KR þegar liðið vann sex stiga sigur gegn ÍR í þriðja leik liðanna í fjögurra liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í TM-hellinum í Breiðholti í gær.

Leiknum lauk með 74:68-sigri KR en Vesturbæingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 38:34. Chelsea Jennings skoraði 14 stig fyrir KR og tók tíu fráköst.

Gladiana Jimenez var stigahæst ÍR-inga með 27 stig.

ÍR leiðir 2:1 í einvíginu og mætast liðin í fjórða leik sínum á laugardaginn kemur í Vesturbæ en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum.

Þá skoraði Schekinah Bimpa 23 stig og tók tólf fráköst fyrir Ármann þegar liðið vann stórsigur gegn Hamar-Þór í Kennaraháskólanum. Sigur Ármanns var aldrei í hættu en liðið skoraði 46 stig gegn átta stigum Hamars-Þórs í fyrri hálfleik. Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Ármann en Margrét Lilja Thorsteinson var stigahæst í liði Hamars-Þórs með 11 stig. Ármann leiðir 2:1 í einvíginu og mætast liðin næst í Hveragerði 2. apríl.