Meistarar Akureyringar fagna deildarmeistarabikarnum eftir sigurinn gegn Fjölni í Egilshöll þar sem Hilma Bergsdóttir skoraði tvívegis fyrir SA.
Meistarar Akureyringar fagna deildarmeistarabikarnum eftir sigurinn gegn Fjölni í Egilshöll þar sem Hilma Bergsdóttir skoraði tvívegis fyrir SA. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
SA er deildarmeistari í íshokkíi eftir sigur gegn Fjölni í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna, Hertz-deildarinnar, í Egilshöll í Grafarvogi í gær. Leiknum lauk með 4:2-sigri SA en Hilma Bergsdóttir kom SA yfir eftir 46 sekúndna leik.

SA er deildarmeistari í íshokkíi eftir sigur gegn Fjölni í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna, Hertz-deildarinnar, í Egilshöll í Grafarvogi í gær.

Leiknum lauk með 4:2-sigri SA en Hilma Bergsdóttir kom SA yfir eftir 46 sekúndna leik.

María Eiríksdóttir tvöfaldaði forystu SA um miðjan fyrsta leikhluta áður en Hilma bætti við þriðja marki SA snemma í öðrum leikhluta. Sigrún Árnadóttir minnkaði muninn fyrir Fjölni skömmu síðar og hún bætti við öðru marki sínu og öðru marki Fjölnis þegar fimm mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Katrín Björnsdóttir innsiglaði svo sigur SA með marki um miðjan þriðja leikhluta og þar við sat.

SA er því deildarmeistari 2022 en liðin mætast í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 5. apríl. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.