Hlébarðungar hafa engu gleymt.
Hlébarðungar hafa engu gleymt. — AFP/Kevin WINTER
Úthald Eftir 19 ára hlé ákváðu gömlu glyströllin í Def Leppard sisona að líta aftur inn á rokklista Billboard í Bandaríkjunum í vikunni. Nýja lagið heitir Kick og er fyrsta smáskífan af breiðskífunni Diamond Star Halos sem koma mun út 27. maí.
Úthald Eftir 19 ára hlé ákváðu gömlu glyströllin í Def Leppard sisona að líta aftur inn á rokklista Billboard í Bandaríkjunum í vikunni. Nýja lagið heitir Kick og er fyrsta smáskífan af breiðskífunni Diamond Star Halos sem koma mun út 27. maí. „Kick speglar okkur vel á þessum tímapunkti,“ segir Phil Collen gítarleikari við Billboard en lagið skreið inn á plötuna undir lokin. „Það er glysrokksbragur á því, allir klappa með-grúvið er þarna og söngur fyrir lengra komna.“