Kvartett Hljóðfæraleikararnir fjórir sem skipa nú Skálholtskvartettinn.
Kvartett Hljóðfæraleikararnir fjórir sem skipa nú Skálholtskvartettinn.
Strengjakvartettar op. 51 eftir Joseph Haydn; Sjö orð Krists á krossinum, verða leiknir á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag, laugardag 9. apríl, kl. 15.15.

Strengjakvartettar op. 51 eftir Joseph Haydn; Sjö orð Krists á krossinum, verða leiknir á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag, laugardag 9. apríl, kl. 15.15. Um flutninginn sér Skálholtskvartettinn en hann skipa nú fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Skálholtskvartettinn skipuðu áður Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Eftir um tveggja áratuga starf Jaaps með hljóðfæraleikurum og söngvurum hér á landi liggur óunnið og óútgefið efni sem rúmast á um sex geisladiskum, segir í tilkynningu og að öllum ágóða tónleikanna í Breiðholtskirkju verði varið til að standa að útgáfu á óútgefnum hljóðritunum Jaaps með Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti.