Emmanuel Macron Frakklandsforseti gagnrýndi í gær Marine Le Pen, mótframbjóðanda sinn í frönsku forsetakosningunum, harkalega og sagði að hún hefði logið að kjósendum um stefnu sína í félagsmálum og að hún hefði reynst „værukær“ í samskiptum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, þar sem flokkur hennar skuldaði rússneskum bönkum.
Kosið verður 24. apríl á milli þeirra sem lenda í tveimur efstu sætunum á sunnudaginn, og benda kannanir til að Macron myndi fá 52% og Le Pen 48% í seinni umferðinni. Hefur bilið minnkað ört að undanförnu, og mældist það einungis um eitt prósentustig í einni af könnunum gærdagsins.