— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Klettaborg þessi, sem heitir Hafurshóll, setur sterkan svip á umhverfi sitt. Nú liggur hringvegurinn hér nokkuð sunnan við, en var áður í skarðinu milli klettanna.
Klettaborg þessi, sem heitir Hafurshóll, setur sterkan svip á umhverfi sitt. Nú liggur hringvegurinn hér nokkuð sunnan við, en var áður í skarðinu milli klettanna. Þá var algengt að fólk staldraði þarna við, gengi upp á hólinn til að njóta útsýnis og á sumrin jafnvel tjalda og gista yfir nótt. Hvar á landinu er Hafurshóll?