Nú er komið að stóru stundinni. Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu í Langholtskirkju.
Nú er komið að stóru stundinni. Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu í Langholtskirkju.
Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu eftir Guiseppe Verde og fagnar loks sextíu ára starfsafmæli sem frestaðist vegna Covid. En betra seint en aldrei!

Loksins getur Söngsveitin Fílharmónía flutt hið stórbrotna verk Sálumessu eftir Guiseppe Verde. Upphaflega átti að flytja það á sextíu ára starfsafmæli söngsveitarinnar veturinn 2019-2020 en fresta hefur þurft margoft vegna faraldursins.

Draumurinnn að rætast

„Við trúum varla að þetta sé að verða að veruleika. Þetta hefur verið draumur hjá mér svo lengi og allir eru löngu tilbúnir,“ segir stjórnandinn Magnús Ragnarsson.

120 manns verða á sviðinu og segir Magnús mikinn spenning í loftinu, enda hefur biðin verið löng.

„Ég hef ekki stjórnað þessu verki áður en hef sungið það nokkrum sinnum. Nú fæ ég loksins að stjórna þessu stóra verki. Þessi tónlist er svo rosalega dramatísk og krefjandi. Það er áskorun fyrir kórinn að ná þessari dramatík; að þora að vera ítalskur inn að beini,“ segir Magnús en einvalalið einsöngvara stígur á svið; þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir, alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Konsertmeistari hljómsveitarinnar er Sif Margrét Tuliníus.

Verkið verður flutt í Langholtskirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 20 og má nálgast miða á tix.is.