Hestaíþróttir Keppt var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í deildinni.
Hestaíþróttir Keppt var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í deildinni. — Ljósmynd/Louisa Lilja Hack
Síðasta keppniskvöld í meistaradeild Líflands í hestaíþróttum var í gærkvöldi. Keppnin fór fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Í tölti sigraði Jóhanna Margrét Snorraóttir á Bárði frá Melabergi með einkunnina 7,83 en fyrir lið Hestvits.

Síðasta keppniskvöld í meistaradeild Líflands í hestaíþróttum var í gærkvöldi. Keppnin fór fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Í tölti sigraði

Jóhanna Margrét Snorraóttir á Bárði frá Melabergi með einkunnina 7,83 en fyrir lið Hestvits. Í fljúgandi skeiði sigruðu hinn þaulreyndi skeiðknapi Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarháleigu II á tímanum 5,64.

Lið Hrímnis vann liðaplattann í töltinu með 52,5 stig. Lið Topreiter vann liðaplattann í fljúgandi skeiði með 48,5 stig og sigraði einnig í liðakeppninni þetta árið með 377,5 stig. Árni Björn vann einstaklingskeppnina örugglega með 64,5 stig. Í þriðja sæti varð Mette Mannseth með 24 stig.