Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður Gröndal
Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag, laugardag, með Blúsdegi í miðborginni eins og hefð hefur verið fyrir í árafjöld. Blúsað verður á Skólavörðustíg og farið í skrúðgöngu frá styttunni af Leifi Eiríkssyni kl. 14.

Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag, laugardag, með Blúsdegi í miðborginni eins og hefð hefur verið fyrir í árafjöld. Blúsað verður á Skólavörðustíg og farið í skrúðgöngu frá styttunni af Leifi Eiríkssyni kl. 14. Mun Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser-klúbburinn bjóða upp á bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur.

Blúshátíð í Reykjavík verður þó með örlítið breyttu sniði í ár því í stað tónleika í nokkra daga verða nokkrir haldnir á sama kvöldinu, 13. apríl. Koma þar fram margir fremstu blúsarar Íslands og söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir á Hilton Reykjavík Nordica og hefst gleðin kl. 20.