Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna og Þorsteins Jónssonar. Athugið breyttan tíma að þessu sinni.
Messa og og ferming kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Davíð Sigurgeirsson annast undirleik og stjórnar sönghópi sem leiðir söng. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Guðmundur Jens, Ástvaldur organisti og sr. Hans Guðberg.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 sunnudag. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Veitingar að guðsþjónustu lokinni.
Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta kl. 14. Prestar eru Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organisti er Örn Magnússon. Barnagæsla. Kaffi og te að guðsþjónustu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Pálmasunnudagur 10. apríl 2022.
Barnamessan fer að þessu sinni fram í Grensáskirkju kl. 11, vegna ferminga í Bústaðakirkju.
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 13.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra, félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris organista. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson þjóna ásamt messuþjónum.
DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessa sunnudag 10. apríl kl. 11.
Fermingarmessa í Hjallakirkju sunnudag 10. apríl kl. 11 og kl. 13.
DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Prestar eru Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.
FELLA- og Hólakirkja | Fermingarguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarsson þjóna. 18 börn verða fermd. Páskaföndur í sunnudagaskólanum á sama tíma.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag 10. apríl kl. 14.
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur Fríkirkjunnar, þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.
GARÐAKIRKJA | Laugardagur 9. apríl:
Ferming kl. 13 og 15.
Sunnudagur 10. apríl:
Ferming kl. 10.30.
GLERÁRKIRKJA | Pálmasunnudagur. Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Fermingarmessur verða 9. apríl kl. 10.30 og 13.30. Einnig 10. apríl kl. 10.30 og 13.30.
Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar 10. apríl kl. 11. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng 10. apríl kl. 13.
Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Vox Populi syngur.
Undirleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga og hugleiðing. Sóley og Kata þjóna ásamt sr. Maríu, messuþjónum, Ástu og kórnum. Fermingarmessa kl. 13. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12, einnig á netinu. Skírdagur: Messa kl. 20, altarið afskrýtt. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta með lestri píslarsögunnar kl. 11. Prestur er Þorvaldur Víðisson. Organisti við allar athafnir er Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta sunnudag 10. apríl kl. 10.30.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem prédikar og þjónar fyrir altari.
Kvennakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttir organista.
Meðhjálpari er Guðný Aradóttir og Lovísa Guðmundsdóttir er kirkjuvörður.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs: Þuríður Helga Ingadóttir og Sólveig Franklínsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir.
HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Kór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkomur á sunnudögum:
Kl. 11:00 Almenn samkoma.
Kl. 14:00 Samkoma fyrir enskumælandi (English speaking service).
Kl. 16:00 Samkoma fyrir spænskumælandi (reunión en español).
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Fermingarguðsþjónusta í umsjón safnaðarprests kl. 13. Fermd verða þrjú ungmenni. Heilög kvöldmáltíð.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Fermingarmessa laugardag 9. apríl kl. 11. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar sem annast undirleik. Prestar eru Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa á pálmasunnudag kl. 11. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergsson er organisti og kór Keflavíkurkirkja leiðir tónlist og sálmasöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Kirkjuselið í Spöng | Selmessan sunnudag kl. 13. Sr. Magnús Erlingsson þjónar.
Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30. Sr. Sigurður Arnarson, og Ásta Ágústsdóttir djákni prédika og þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar og íhugunarstund í kirkju miðvikudag kl. 17.30.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í Háteigskirkju á pálmasunnudag kl. 20. Séra Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng og leikur á píanó. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Fermingarmessur verða á pálmasunnudag 10. apríl kl. 11 og kl. 13. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Sóknarprestur er Guðbjörg Jóhannesdóttir.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjónusta laugardag 9. apríl kl. 10.30 og 13.30.
Fermingarguðsþjónusta pálmasunnudag 10. apríl kl. 10.30.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn ferma og þjóna fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir alm. söng. Organisti Þórður Sigurðarson. Birkir Blær Ingólfsson spilar á saxófón. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.
Sunnudagaskóli 10. apríl kl. 13 í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi í samstarfi við Reynivallasókn.
MOSFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjónusta pálmasunnudag 10. apríl kl. 13.30.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn ferma og þjóna fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Organisti er Þórður Sigurðarson. Birkir Blær Ingólfsson spilar á saxófón. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.
NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Afmælisdagur kirkjunnar en hún var vígð á pálmasunnudegi 1957. Sr. Steinunn Arnrþrúður Björnsdóttir prédikar, sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari Agnarsson og Kristrún Guðmundsdóttir. Kirkjukaffi á Torginu að messu lokinni.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag 10. apríl verður fermingarguðsþjónusta kl. 14. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn leiðir messusöng og mun flytja lög eftir Foreigner og Blur í útsetningu Kristjáns Hrannars kórstjóra. Petra verður messugutti og Ólafur skráveifa.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarsal kirkjunnar, ath. síðasta samvera vetrarins.
Fermingarmessur kl. 10.30 og 13, prestar kirkjunnar þjóna og Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Líkklæðið í Tórínó. Friðrik Schram, fyrrverandi safnaðarprestur, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kaffiveitingar eftir athöfn. Fermingarmessa kl. 13. Mánudaginn 11. apríl verður páskaeggjabingó kl. 19.30 í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12. Messa á skírdag kl. 11. Opnun málverkasýningar Óla Hilmars Briem Jónssonar eftir athöfn. Máltíð í kirkjunni ásamt altarisgöngu kl. 18. Fólk skrái sig í síma 899-6979.
VÍDALÍNSKIRKJA | Laugardaginn 9. apríl er ferming kl. 10.30.
Á sunnudag er páskaeggjaleit sunnudagaskólans í Urriðaholti kl. 10.
Páskaeggjaleit sunnudagaskólans í Vídalínskirkju kl. 11.
Ferming kl. 13.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarmessa pálmasunnudag 10. apríl kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Hátíðarmessa á páskadag kl. 9.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson.