David Gilmour
David Gilmour
Breska rokkhljómsveitin Pink Floyd gaf í gær út fyrsta nýja lagið sitt frá árinu 1994. Lagið, sem heitir „Hey, Hey Rise-Up!“ er samið til stuðnings Úkraínumönnum, og munu allar tekjur af því renna til mannúðarmála vegna stríðsins.

Breska rokkhljómsveitin Pink Floyd gaf í gær út fyrsta nýja lagið sitt frá árinu 1994. Lagið, sem heitir „Hey, Hey Rise-Up!“ er samið til stuðnings Úkraínumönnum, og munu allar tekjur af því renna til mannúðarmála vegna stríðsins.

Í laginu heyrist í Andriy Khlyvnyuk úr úkraínsku hljómsveitinni BoomBox, sem yfirgaf sveit sína á tónleikaferðalagi um Bandaríkin til þess að berjast fyrir Úkraínu. Tók Khlyvnyuk upp myndband af sér að syngja úkraínskt mótmælalag úr fyrra stríði í Kænugarði, og birti hann það á instagramsíðu sinni.

David Gilmour, gítarleikari sveitarinnar, sagði að myndbandið hefði hreyft við sér og hann hefði viljað semja lag utan um sönginn. Spilaði Gilmour lagið fyrir Khlyvnyuk í gegnum síma, og lagði hann blessun sína yfir það. Gilmour á tengdadóttur og barnabörn frá Úkraínu og sagðist hann finna fyrir reiði og örvæntingu vegna innrásar Rússa.