Lyubomyra Petruk
Lyubomyra Petruk
Lyubomyra Petruk er stjórnarformaður Félags Úkraínumanna hér á landi. Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu gegn Rússum. „Íslendingar stæra sig af því að vera lítið land en samt sterk þjóð.

Lyubomyra Petruk er stjórnarformaður Félags Úkraínumanna hér á landi. Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu gegn Rússum.

„Íslendingar stæra sig af því að vera lítið land en samt sterk þjóð. Þeir voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Þeir tóku vel á móti Fischer. Af hverju vilja þeir ekki núna vera fyrsta þjóðin til að taka afgerandi afstöðu gegn Rússum? Það er kannski slæmt fyrir viðskipti og pólitíkina. En við erum að tala um að standa vörð um mannréttindi. Ég vil að óvinurinn minn verði veikari,“ segir hún í viðtali við Sunnudagsblaðið um helgina, en þar er einnig rætt við sterkar úkraínskar mæður.