Þriðja einkasýning Þorra Hringssonar myndlistarmanns í Gallerí Fold við Rauðarárstíg verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 14.
Þriðja einkasýning Þorra Hringssonar myndlistarmanns í Gallerí Fold við Rauðarárstíg verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 14. Í tilkynningu segir að leitin að hinu algilda í hinu smáa hafi leitt Þorra að hinni síbreytilegu náttúru norðursins þar sem miðnæturbirtan, hádegissólin og kvöldskuggarnir töfra fram endalaus form og litbrigði. Þorri nam við MHÍ og í Hollandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga og í tvo áratugi hefur hann fengist við að mála síbreytilega náttúruna, eins og hún birtist nærri vinnustofu hans í Aðaldal.