Hin 16 ára listhneigða og hæfileikaríka Lina Vilkas býr ásamt foreldrum sínum og yngri bróður í Litháen árið 1941 og horfir björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir að stríðsvélar bæði Hitlers og Stalíns séu ekki langt undan.
Hin 16 ára listhneigða og hæfileikaríka Lina Vilkas býr ásamt foreldrum sínum og yngri bróður í Litháen árið 1941 og horfir björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir að stríðsvélar bæði Hitlers og Stalíns séu ekki langt undan. Líf hennar og fjölskyldunnar umturnast síðan á einni nóttu þegar sovéska herlögreglan sendir hana í þrælkunarbúðir í Síberíu.