Samstaða Frá samstöðutónleikunum sem haldnir voru 24. mars í Hörpu.
Samstaða Frá samstöðutónleikunum sem haldnir voru 24. mars í Hörpu.
Á elleftu milljón safnaðist í Hörpu í tengslum við Samstöðutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Úkraínu sem haldnir voru 24. mars síðastliðinn, eða a.m.k. 10.750.000 króna.

Á elleftu milljón safnaðist í Hörpu í tengslum við Samstöðutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Úkraínu sem haldnir voru 24. mars síðastliðinn, eða a.m.k. 10.750.000 króna. Munu fjármunirnir renna til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu og til viðbótar lagði fólk einnig fé beint inn á söfnunarreikning Þroskahjálpar.

Allar tekjur af miðasölu runnu í söfnunina og allar tekjur af listaverkauppboði Listvals og ágóði af veitingasölu í Hörpu.