Ingvar Stefánsson
Ingvar Stefánsson
Ingvar Stefánsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) frá og með 1. maí. Hann tekur við af Þórsteini Ragnarssyni sem hefur verið forstjóri í rúm 26 ár.

Ingvar Stefánsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) frá og með 1. maí. Hann tekur við af Þórsteini Ragnarssyni sem hefur verið forstjóri í rúm 26 ár.

Ingvar var framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur 2011-2021, staðgengill forstjóra um tíma og sat í framkvæmdastjórn. Áður var hann m.a. útibússtjóri hjá Íslandsbanka og framkvæmdastjóri Fjármögnunar Íslandsbanka. Hann kenndi hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og var forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins ehf. (N1) en þar áður starfsmannastjóri Olíufélagsins.

Umsóknarfrestur um starfið rann út 15. febrúar sl. og bárust 17 umsóknir. Hagvangur aðstoðaði KGRP í ráðningarferlinu.

gudni@mbl.is