Fagnaðarfundir Sólveigu var fagnað þegar hún mætti á aðalfund í gær.
Fagnaðarfundir Sólveigu var fagnað þegar hún mætti á aðalfund í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, sem sigraði í stjórnarkjöri í stéttarfélaginu ásamt félögum sínum á Baráttulistanum, tók formlega við sem formaður á ný á aðalfundi Eflingar í gærkvöldi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, sem sigraði í stjórnarkjöri í stéttarfélaginu ásamt félögum sínum á Baráttulistanum, tók formlega við sem formaður á ný á aðalfundi Eflingar í gærkvöldi.

Þá tóku sjö aðrir af Baráttulistanum, sem Sólveig fór fyrir, sæti í stjórn. Í millitíðinni sinnti Agnieszka Ewa Ziółkowska formennsku en hún tekur nú við sem varaformaður að nýju.

Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem varð varaformaður eftir afsögn Sólveigar í vetur, varð aftur ritari Eflingar í gærkvöldi. Báðar eiga þær eitt ár eftir af stjórnarsetu sem kjörnir fulltrúar í stjórn.

Fundurinn fór fram á Grand hóteli í Reykjavík á Gullteigi og hófst klukkan átta. Fyrir fundinn sagðist Sólveig í samtali við mbl.is reikna með að aðrir í stjórn virtu umboð hennar.