— Morgunblaðið/Eggert
Hvað verður í boði þetta kvöld? Bláa höndin spilar, hljómsveit Jonna Ólafs. Jakob Frímann verður þarna líka og leitar í brunn breskra blúsróta. Einar Scheving er svo á trommum og ég á gítar.
Hvað verður í boði

þetta kvöld?

Bláa höndin spilar, hljómsveit Jonna Ólafs. Jakob Frímann verður þarna líka og leitar í brunn breskra blúsróta. Einar Scheving er svo á trommum og ég á gítar. Eftir hlé spilar Blue Ice-bandið sem hefur spilað í gegnum tíðina undir hjá gestum, en það verða engir erlendir gestir í ár. Söngkonur verða þarna, Ragnheiður Gröndal, Andrea Gylfa og Stefanía Svavars, en einnig verður með okkur bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Nick Jameson, sem er mikill blúskarl. Margir fleiri stíga á svið.

Hvaða lög eru á lista?

Það verða allir með sitt; þetta kemur úr ýmsum áttum. Söngkonurnar sækja í blúskonur eins og Arethu Franklin og Bessie Smith. Svo verður eitthvert frumsamið efni spilað.

Hvað er í uppáhaldi hjá þér?

Þráðurinn frá Mississipi til Chicago og hvernig hann þróast.

Áttu þér fyrirmynd í blúsheiminum?

Ég held mikið upp á Johnny Hooker og Buddy Guy.

Verður blúsveisla fram á nótt?

Já, eftir tónleikana færist fjörið upp á annað svið og þar kemur alls konar fólk fram sem tekur lagið. Þarna verður „djammsessjón“ þar til barnum verður lokað. Við búumst við löngu og skemmtilegu kvöldi, sannkallaðri hátíð, en við höfum ekki getað haldið blúshátíð síðan 2019. Þetta er fögnuður yfir því að allt sé að rísa, bæði í samfélaginu og veðrinu.

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin miðvikudaginn 13. apríl kl. 20 á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður mikil veisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram. Miðar fást á tix.is.