Daisy Edgar Jones leikur fórnarlambið.
Daisy Edgar Jones leikur fórnarlambið. — AFP/Amy SUSSMAN
Óhugnaður Árið 1984 voru Brenda Lafferty og kornung dóttir hennar myrtar í ríkinu Utah í Bandaríkjunum. Tveir mágar hennar voru handteknir, grunaðir um verknaðinn, og gengust við honum fyrir dómi.
Óhugnaður Árið 1984 voru Brenda Lafferty og kornung dóttir hennar myrtar í ríkinu Utah í Bandaríkjunum. Tveir mágar hennar voru handteknir, grunaðir um verknaðinn, og gengust við honum fyrir dómi. Mennirnir, sem voru stangtrúaðir mormónar, sögðust þó hafa verið undir skýrum fyrirmælum – frá Guði. Efnisveitan Hulu hefur gert nýja smáseríu fyrir sjónvarp um málið sem vakti óhug víða um lönd. Byggt er á bók eftir Jon Krakauer en með helstu hlutverk fara Andrew Garfield, sem leikur Jeb Pyre rannsóknarlögreglumann, og Daisy Edgar Jones, sem leikur Brendu Lafferty.