„Góðu fréttirnar eru að það er ekki verið að vísa mér úr landi eins og er,“ segir Kyana Sue Powers, ung bandarísk kona sem starfar á samfélagsmiðlum sem margir Íslendingar kannast nú við vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um mál hennar, en hún...

„Góðu fréttirnar eru að það er ekki verið að vísa mér úr landi eins og er,“ segir Kyana Sue Powers, ung bandarísk kona sem starfar á samfélagsmiðlum sem margir Íslendingar kannast nú við vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um mál hennar, en hún berst nú fyrir því að fá að búa áfram hér á landi þrátt fyrir að henni hafi verið synjað um dvalarleyfi.

Kyana ræddi um þetta á léttu nótunum í morgunþættinum Ísland vaknar í gærmorgun. Aðspurð sagði hún hlæjandi að hún hefði fengið of mörg bónorð frá Íslendingum til að hún geti haft tölu á þeim.

Viðtalið má heyra á K100.is.