Lionsklúbburinn Njörður afhenti í fyrradag Sollusjóðnum 1,2 milljóna króna styrk til Batahússins. Féð fékkst vegna sölu á málverki eftir Tolla, sem er einn af hvatamönnum Batahússins. Um leið var því fagnað að um það bil 900 þúsund krónur söfnuðust í Batagöngunni, leiðangri Tolla og Arnars Haukssonar á topp Aconcagua í janúar.
Sólveig Eiríksdóttir, oft kennd við Gló, er höfuð Sollusjóðsins og tók hún við styrkjunum á vinnustofu Tolla.
Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við lok afplánunar. Einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára eða skemur. Unnið er með þeim á jafningjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun.