50 ára Borgar er Borgnesingur en býr í Reykjavík. Hann er með sveinspróf í málaraiðn, BA í sálfræði frá HÍ og MBA frá HR með áherslu á mannauðsstjórnun. Borgar er mannauðsstjóri á Veðurstofu Íslands.
50 ára Borgar er Borgnesingur en býr í Reykjavík. Hann er með sveinspróf í málaraiðn, BA í sálfræði frá HÍ og MBA frá HR með áherslu á mannauðsstjórnun. Borgar er mannauðsstjóri á Veðurstofu Íslands. Hann er í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar „Ég er að keppa á Meistaramóti BSÍ sem fram fer um helgina. Ég er líka í golfi, hef áhuga á fótbolta og íþróttum almennt og er líka eitthvað í fluguveiði.“

Fjölskylda Kona Borgars er Sigurbjörg Ásgerður Heiðarsdóttir, f. 1971, bókari hjá OJK-Ísam. Börn þeirra eru Heiðbjört Bára, f. 1993, og Axel Þór, f. 2001. Foreldrar Borgars eru Axel Þórarinsson, f. 1943, málarameistari, og Sigríður Sveinbjörg Björnsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík.