— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sprengikraftur mynda er heiti stærstu sýningar með verkum eftir Erró sem sett hefur verið upp hér á landi og verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag en á henni eru um 300 verk frá öllum ferli listamannsins dáða.

Sprengikraftur mynda er heiti stærstu sýningar með verkum eftir Erró sem sett hefur verið upp hér á landi og verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag en á henni eru um 300 verk frá öllum ferli listamannsins dáða. Erró verður níræður seinna á árinu og starfar enn af kappi að list sinni. Hann tók á móti gestum í Hafnarhúsinu í gær, m.a. skólasystur úr Myndlistarskólanum, Sigríði Björnsdóttur, listmeðferðarfræðingi og ekkju myndlistarmannsins Dieters Roth. Urðu þar miklir fagnaðarfundir en Sigríður er 93 ára. 45