Herdís Anna Jónasdóttir
Herdís Anna Jónasdóttir
Bach, Schubert og Spohr koma við sögu á tónleikum syrpunnar Sígildir sunnudagar á morgun kl. 16 í Norðurljósum í Hörpu.

Bach, Schubert og Spohr koma við sögu á tónleikum syrpunnar Sígildir sunnudagar á morgun kl. 16 í Norðurljósum í Hörpu. Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Grímur Helgason klarínettuleikari og Semion Skigin píanóleikari flytja tónlist eftir tónskáldin og verða tónleikarnir þeir þriðju og síðustu í lítilli tónleikaferð þeirra um landið.

Fyrir hlé verða fluttar aríur og verk eftir J.S. Bach og eftir hlé má m.a. heyra frægustu verk tónlistarsögunnar fyrir þessa tríósamsetningu, þ.e. Sechs Deutsche Lieder eftir Louis Spohr og Der Hirt auf dem Felsen eftir Franz Schubert.