Skjálfti Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri.
Skjálfti Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri.
Þátturinn Dagmál hefur á skömmum tíma haslað sér völl í íslenskri fjölmiðlun með áhugaverðum og upplýsandi viðtölum. Viðmælendur koma úr öllum áttum, sumir þekktir, aðrir kynntir til sögunnar. Í þáttunum, sem eru aðgengilegir á mbl.

Þátturinn Dagmál hefur á skömmum tíma haslað sér völl í íslenskri fjölmiðlun með áhugaverðum og upplýsandi viðtölum. Viðmælendur koma úr öllum áttum, sumir þekktir, aðrir kynntir til sögunnar. Í þáttunum, sem eru aðgengilegir á mbl.is, er gefinn tími til að kafa ofan í hlutina og brjóta þá til mergjar.

Í Dagmálum er fjallað um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni, hvort sem það eru óviðurkvæmileg ummæli ráðherra á búnaðarþingi, sala á hlutum í Íslandsbanka eða frumsýning nýrrar íslenskrar bíómyndar, svo eitthvað sé talið af því sem boðið hefur verið upp á undanfarna daga.

Styrkur Dagmála kom berlega í ljós í aðdraganda þingkosninganna í haust þar sem rætt var við forustumenn flokka hvern fyrir sig og síðan efnt til kappræðna milli þeirra.

Dagmál bera því vitni hversu miklar breytingar hafa orðið á fjölmiðlun á skömmum tíma. Sú var tíðin að það hefði ekki verið neitt áhlaupaverk að ráðast í að gera þætti eins og Dagmál, hvað þá að koma þeim fyrir sjónir áhorfenda. Nú er hægt með tiltölulega litlum tilkostnaði að efna til metnaðarfullrar dagskrárgerðar, sem áður hefði kostað svimandi fjárhæðir.

Karl Blöndal

Höf.: Karl Blöndal