Listamennirnir og hönnuðirnir Aamu Song og Johan Olin, sem mynda tvíeykið COMPANY, koma fram á DesignTalks 2022 sem er alþjóðleg ráðstefna og lykilviðburður HönnunarMars og varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga, að því er segir í tilkynningu.
Song og Olin eru með aðsetur í Helsinki þar sem þau reka verslun sína Salakauppa. Þau vinna oft meira eins og rannsóknarlögreglumenn, segir í tilkynningu og að verk þeirra og vörur séu reglulega sýnd og seld í galleríum og söfnum víða um heim.