Barnseyru heyra allt og því er ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að passa það sem sagt er í kringum börn. Þetta segir Björn Grétar, maðurinn á bak við instagram-síðuna Pabba lífið, sem deildi pabbaráði vikunnar í Ísland vaknar í vikunni.

Barnseyru heyra allt og því er ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að passa það sem sagt er í kringum börn. Þetta segir Björn Grétar, maðurinn á bak við instagram-síðuna Pabba lífið, sem deildi pabbaráði vikunnar í Ísland vaknar í vikunni. Hann benti á hversu miklu máli það skiptir hvernig foreldrar tala um sjálfa sig og aðra fyrir framan börnin.

Hann lýsti því hvernig það sem börn heyra hefur til að mynda haft þau áhrif að leikskólabörn í leikskóla sonar hans eru farin að nota orðið „feitur“ sem neikvætt orð.

Viðtalið við Björn Grétar má heyra í heild sinni á K100.is.