Efstur Scottie Scheffler er með nokkuð afgerandi forystu á Mastersmótinu.
Efstur Scottie Scheffler er með nokkuð afgerandi forystu á Mastersmótinu. — AFP/Gregory Shamus
Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler tók forystuna á öðrum degi Mastersmótsins í golfi sem fram fer Augusta í Bandaríkjunum og hófst á fimmtudaginn.

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler tók forystuna á öðrum degi Mastersmótsins í golfi sem fram fer Augusta í Bandaríkjunum og hófst á fimmtudaginn.

Scheffler, sem er einungis 25 ára gamall, lék fyrsta hringinn í fyrradag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins.

Hann spilaði frábærlega í gær og var á fjórum höggum undir pari þegar blaðið fór í prentun og samtals á sjö höggum undir pari.

Tiger Woods, sem var í 10.-17. sæti þegar annar keppnisdagurinn hófst á einu höggi undir pari, fataðist aðeins flugið í gær og var samtals einu höggi yfir pari þegar blaðið fór í prentun í 19.-22. sæti.

Charl Schwartzel, Im Sung-jae, Shane Lowry, Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama deila öðru sætinu á samtals þremur höggum undir pari.