Sienna Miller leikur í þáttunum.
Sienna Miller leikur í þáttunum.
Hneyksli Anatomy of a Scandal kallast flunkunýir spennuþættir frá hinum vinsæla handritshöfundi David E. Kelley (Big Little Lies o.fl.) sem koma inn á efnisveituna Netflix á föstudaginn kemur.
Hneyksli Anatomy of a Scandal kallast flunkunýir spennuþættir frá hinum vinsæla handritshöfundi David E. Kelley (Big Little Lies o.fl.) sem koma inn á efnisveituna Netflix á föstudaginn kemur. Sienna Miller og Rupert Friend fara þar fyrir vaskri sveit leikara en sagan er byggð á samnefndri metsölubók eftir Söruh Vaughan. Þættirnir, sem lýst er sem sálfræðitrylli og dómsdrama, hverfast um breskan stjórnmálamann og eiginkonu hans, sem er lögfræðingur, en náðugu lífi þeirra er snúið á hvolf þegar hann er sakaður um nauðgun. Michelle Dockery (Downton Abbey) og Naomi Scott (Aladdin) koma einnig við sögu.