Sigurður Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
Eftir Sigurð Ingólfsson: "„Áætlað er að mannvirkjageirinn sé ábyrgur fyrir um 40% af heildarkolefnislosuninni á heimsvísu samkvæmt HMS. Hans hlutur er því stór í losuninni.“"

Í „Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030“ frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir svo m.a.:

„Áætlað er að mannvirkjageirinn sé ábyrgur fyrir um 40% af heildarkolefnislosun á heimsvísu. Þetta hlutfall sýnir greinilega að byggingariðnaðurinn er mikilvægur hlekkur í að tryggja sjálfbærni komandi kynslóða.“

Við hjá Hannari ehf. erum sammála þessu og höfum verið það lengi. Það er ástæðan fyrir því að við fórum út í það verkefni að hanna stafræna lausn á útreikningum á kolefnislosun greinarinnar, en það er ein af meginforsendum þess að draga megi úr umhverfisáhrifum greinarinnar að vita hvar losunina er að finna og hversu mikil hún er.

Í byrjun þessa árs höfðum við lokið við stærstu þætti þessa verkefnis sem var að reikna kolefnislosun þess byggingarefnis sem er notað við nýbyggingar og einnig þess efnis sem er notað við viðhald hússins yfir líftíma þess.

Samtals sýna þessir þættir megnið af kolefnislosuninni ef frá er talin losun vegna orkunotkunar.

Útreikningar á kolefnislosuninni munu ekki vaxa notendum BYGG- og viðhaldskerfis í augum þar sem þeir eru þeir fullkomlega sjálfvirkir í kerfinu.

Hverjum efnisþætti fylgja CO 2 -gildi þeirra og með því að tengja það gildi við efni viðkomandi húsbyggingar og magn þess verður til útreikningur á kolefnislosun hvers byggingarefnis hússins og alls þess efnis sem notað er við viðhald á líftíma þess.

Við uppbyggingu banka CO 2 -gildisins eru notuð opinber gildi sams konar banka í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, með áherslu á Svíþjóð. Áhugi er á því að til verði einn sameiginlegur CO 2 -banki fyrir allar norrænu þjóðirnar, sem væri vissulega áhugavert og hagkvæmt fyrir okkur hér á landi að taka þátt í að forma og nota.

Hannarr ehf. hefur borið saman niðurstöðu útreikninga BYGG-kerfisins og viðhaldskerfisins annars vegar og niðurstöðu útreikninga þriggja annarra fagaðila hins vegar. Niðurstaðan var nánast sú sama sé miðað við kolefnislosun á fermetra húss við nýbyggingu.

BYGG-kerfið og viðhaldskerfið er einu stafrænu kerfin á landinu sem bjóða upp á þessa útreikninga og er um leið eina stafræna heildarkerfið sem býður upp á heildarlausn við stjórnun nýbygginga og viðhald húsa.

Við upphaf útgáfu á byggingarlykli Hannars gaf þáverandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun út vottorð um að hann væri góður grunnur til að byggja á áætlanir yfir byggingarframkvæmdir. Það stuðlaði með öðru að mikilli velgengni byggingarlykilsins.

Byggingarlykillinn er enn gefinn út enda verið í stöðugri þróun frá þeim tíma. Hann leggur nú að auki til nokkra af grunnþáttum BYGG- og viðhaldskerfisins og þar með formið á þeim sjálfvirka útreikningi kolefnislosunar verka sem hér er fjallað um.

Nú eru tíu ár frá því að BYGG-kerfið kom fyrst út og fimm ár frá því að viðhaldskerfið bættist við. Verkin sem hafa verið reiknuð í BYGG-kerfinu eru nú alls orðin rúmlega 7.000 og er reiknað með að fjöldinn verði um 1.700 á þessu ári.

Sé reiknað með að fjölbýlis- og sérbýlishús séu samtals um 1.000 á ári er þessi fjöldi verka um 70% umfram þann fjölda.

Á þessu sést að BYGG-kerfið og viðhaldskerfið hafa nú þegar mikla útbreiðslu á markaðnum. Ásamt því að þau eru orðin það þróuð og hagkvæm í notkun má fullyrða að engin önnur lausn geti keppt við þau kerfi á næstunni.

Benda má einnig á það mikla traust sem notendur þessara kerfa sýna með mikilli og stöðugt aukinni notkun þeirra, en slíkt traust er ekki byggt upp á skömmum tíma.

Með vísan til þess sem sagt hefur verið hér á undan og þess mikla hagræðis sem felst í þeirri stafrænu aðferð sem hér hefur verið kynnt munum við taka þátt í áframhaldandi starfi við að draga úr umhverfisáhrifum byggingariðnaðarins í landinu og taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu hjálpartækja við það verkefni.

Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf.

Höf.: Sigurð Ingólfsson