Bréfritara er ekki skemmt þegar talað er um fækkun í þjóðkirkjunni.
Bréfritara er ekki skemmt þegar talað er um fækkun í þjóðkirkjunni. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Það hefur myndast hefð hjá RÚV að birta reglulega „frétt“ um fækkun í kirkjunni. Venjulega kemur þetta nálægt stórhátíðum, fermingum eða jólum.

Það hefur myndast hefð hjá RÚV að birta reglulega „frétt“ um fækkun í kirkjunni. Venjulega kemur þetta nálægt stórhátíðum, fermingum eða jólum. Nú var sagt: „Enn fækkar í þjóðkirkjunni“, og talað um held ég 230 manna fækkun frá nóvember. Ekki þykir mér það fréttnæmt að svo sé. Fjöldi fólks hefur dáið síðan þá, flestir aldraðir og væntanlega í kirkjunni.

Síðan er einnig rapporterað að einhver fækkun hefði orðið meðal katólskra.

Gæti ekki verið að einhverjir Pólverjar hafi flutt heim til sín?

Hvers vegna er verið að reyna að niðurlægja íslenska kirkju, er þá ekki um leið verið að koma höggi á þjóðina? Aldrei er talað niður til annarra trúarbragða sem hér eru að festa rætur en gætu reynst okkur örlagaríkari en langreynd kristnin.

Sósíalisminn gerir sem minnst úr kristnum dómi og vill veg hans sem minnstan. Það sýnist ekki hafa reynst þeim þjóðum vel, sem reynt hafa, hvorki í Sovét né í löndum sem kenna sig við velferð af ýmsu tagi. Vandamálin liggja annars staðar.

Sunnlendingur.