Löðrungur Will Smith veitir Chris Rock hinn umtalaða kinnhest á sviðinu.
Löðrungur Will Smith veitir Chris Rock hinn umtalaða kinnhest á sviðinu. — AFP/Robyn Beck
Bandaríska kvikmyndaakademían sem veitir Óskarsverðlaunin hefur fellt sinn dóm yfir leikaranum Will Smith vegna löðrungsins sem hann veitti uppistandaranum Chris Rock við afhendingu verðlaunanna á dögunum.

Bandaríska kvikmyndaakademían sem veitir Óskarsverðlaunin hefur fellt sinn dóm yfir leikaranum Will Smith vegna löðrungsins sem hann veitti uppistandaranum Chris Rock við afhendingu verðlaunanna á dögunum. Er Smith bannað að vera við afhendingu verðlaunanna næsta áratug.

Will Smith hlaut um daginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik, fyrir túlkun sína á föður tennisstjarnanna Venus og Serenu Williams í kvikmyndinni King Richard . Hann getur verið tilnefndur aftur en fengi ekki að veita verðlaunum viðtöku á sviði á þeim árum sem honum verður bannað að mæta.