Þrír voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara á fimmtudaginn sem beindust gegn starfsmönnum Innheimtustofnunar vegna starfa þeirra fyrir stofnunina. Tilgangurinn var m.a. að komast að því hvort verkefnum hefði verið ráðstafað í eigin þágu.

Þrír voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara á fimmtudaginn sem beindust gegn starfsmönnum Innheimtustofnunar vegna starfa þeirra fyrir stofnunina. Tilgangurinn var m.a. að komast að því hvort verkefnum hefði verið ráðstafað í eigin þágu.

Ekki var farið fram á gæsluvarðhald í málunum.

Á fimmtudaginn var greint frá því að starfsmenn héraðssaksóknara hefðu farið til Ísafjarðar og ráðist í húsleit og handtekið Braga Axelsson, forstöðumann útibús stofnunarinnar þar.

Í kjölfarið var greint frá því að Braga og Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra stofnunarinnar, sem hafði verið í leyfi vegna málsins, hefði verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum mbl.is var Jón Ingvar einnig handtekinn í aðgerðum héraðssaksóknara á höfuðborgarsvæðinu, sem og annar starfsmaður stofnunarinnar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við mbl.is að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald í málinu.