Mannaskipti Menntaskólinn á Akureyri fær nýjan skólameistara í sumar.
Mannaskipti Menntaskólinn á Akureyri fær nýjan skólameistara í sumar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Embætti skólameistara við þrjá af elstu framhaldsskólum landsins eru nú laus til umsóknar, menntaskólana í Reykjavík (MR) og á Akureyri (MA) og Kvennaskólann. Auglýsing um rektorsembættið við MR birtist fyrir nokkrum dögum.

Embætti skólameistara við þrjá af elstu framhaldsskólum landsins eru nú laus til umsóknar, menntaskólana í Reykjavík (MR) og á Akureyri (MA) og Kvennaskólann.

Auglýsing um rektorsembættið við MR birtist fyrir nokkrum dögum. Núverandi rektor er Elísabet Siemsen.

Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, greindi frá því um mánaðamótin að hann ætlaði að láta af störfum á þessu ári og verður síðasta verk hans brautskráning stúdenta 17. júní. Jón Már hefur verið kennari við MA í rúma fjóra áratugi og rektor í nær tuttugu ár.

Loks hefur embætti skólameistara Kvennaskólans verið auglýst laust til umsóknar en Hjalti Jón Sveinsson, sem því hefur gegnt frá 2015, er að láta af störfum.

Embætti skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, sem auglýst var í mars, verður veitt einhvern næstu daga. Umsækjendur eru fjórir.