6 Arndís Úlla Árdal, sem skoraði 6 stig fyrir Ármann, sækir að körfu ÍR-inga í Kennaraháskólanum í gær. Aníka Linda Hjálmarsdóttir er til varnar.
6 Arndís Úlla Árdal, sem skoraði 6 stig fyrir Ármann, sækir að körfu ÍR-inga í Kennaraháskólanum í gær. Aníka Linda Hjálmarsdóttir er til varnar. — Morgunblaðið/Eggert
Ármann vantar einn sigur til viðbótar í einvígi sínu gegn ÍR til að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir 88:87-heimasigur í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um sæti í efstu deild í gærkvöldi.

Ármann vantar einn sigur til viðbótar í einvígi sínu gegn ÍR til að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir 88:87-heimasigur í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um sæti í efstu deild í gærkvöldi. Er staðan í einvíginu 2:1, Ármanni í vil.

Schekinah Bimpa átti stórleik fyrir Ármann og skoraði 39 stig. Jónína Þórdís Karlsdóttir bætti við 16 stigum, sjö fráköstum og átta stoðsendingum.

Gladiana Jimenez skoraði 27 stig og tók 11 fráköst fyrir ÍR. Edda Karlsdóttir, Nína Jenný Kristjánsdóttir, Aníka Linda Hjálmarsdóttir og Shanna Dacanay skoruðu 15 stig hver, en þær voru allar í byrjunarliði ÍR ásamt Jimenez. Kom ekki eitt einasta stig af bekknum á meðan varamenn Ármanns skoruðu 12 stig.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Seljaskóla á fimmtudaginn og fer Ármann upp í deild þeirra bestu með sigri.