Ráðgáta. A-Enginn Norður &spade;D732 &heart;K43 ⋄KG93 &klubs;43 Vestur Austur &spade;G9654 &spade;108 &heart;7 &heart;DG1098 ⋄7542 ⋄D10 &klubs;975 &klubs;D1062 Suður &spade;ÁK &heart;Á652 ⋄Á86 &klubs;ÁKG8 Suður spilar 6G.

Ráðgáta. A-Enginn

Norður
D732
K43
KG93
43

Vestur Austur
G9654 108
7 DG1098
7542 D10
975 D1062

Suður
ÁK
Á652
Á86
ÁKG8

Suður spilar 6G.

Hvað er kallað Muiderberg í Hollandi, Tartan í Bretlandi, pólskir tveir í Póllandi og Jón og Símon á Íslandi? Svar: Veik opnun á tveimur í hálit til að sýna 5-4 í opnunarlitnum og öðrum láglitnum.

Foringi Svisslendinga, Pierre Zimmermann, beitti sagnvenjunni í úrslitaleik HM – opnaði á 2 sem gjafari. Hollendingurinn Bauke Muller doblaði og Fernando Piedra í vestur flúði í láglitinn, sagði 3. Simon de Wijs doblaði og trompaði út: 2.000 í NS!

Hinum megin fór Sjoert Brink niður á 6G. Út kom hjarta (austur hafði skotið inn hjartasögn) og Brink tók slaginn í borði til að svína strax G. Spilaði svo tígli á gosa. Austur átti slaginn og spilaði hálaufi til baka. Nú er svartlitaþvingun á vestur út úr myndinni, en af því austur á lauflengdina þvingast hann í mjúku litunum. En nei – einhverra hluta vegna lagði Brink nú niður Á og klippti á samganginn heim.