— Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Skíðavikan fór af stað á Ísafirði með miklum krafti í gær. Hófst hún með pompi og prakt á Silfurtorgi þar sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tók lagið og grínistinn Villi Neto skemmti lýðnum.
Skíðavikan fór af stað á Ísafirði með miklum krafti í gær. Hófst hún með pompi og prakt á Silfurtorgi þar sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tók lagið og grínistinn Villi Neto skemmti lýðnum. Að því loknu hófst sprettganga Aurora-Arktika í gegnum miðbæ Ísafjarðar á gönguskíðum þar sem gönguskíðakappar renndu sér eins hratt og þeir gátu á Hafnarstræti í stilltu veðri.