<strong>Hvítur á leik </strong>
Hvítur á leik
Staðan kom upp í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.520) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Einari Hjalta Jenssyni (2.326) . 59. Rd6! Kb8 60. Kc4 Bd4 61.

Staðan kom upp í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.520) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Einari Hjalta Jenssyni (2.326) . 59. Rd6! Kb8 60. Kc4 Bd4 61. Re4 og svartur gafst upp. Kviku-Reykjavíkurskákmótinu lauk sl. þriðjudag í Hörpu. Hinn 16 ára gamli stórmeistari R. Praggnanandhaa (2.624) varð einn efstur á mótinu með 71/2 vinning af 9 mögulegum. Lokastaða efstu keppenda að öðru leyti varð eftirfarandi: 2.-5. Max Warmerdam (2.599), Mads Andersen (2.582), Hjörvar Steinn Grétarsson (2.542) og Abhimanyu Mishra (2.524) 7. v. Hjörvar stóð sig best íslensku keppendanna en næstir á eftir honum urðu Jóhann Hjartarson (2.465), Sigurbjörn Björnsson (2.306), Hilmar Freyr Heimisson (2.321) og Vignir Vatnar Stefánsson (2.501) með sex vinninga.