Fyrstur Birgir Björn Magnússon lék vel á mótinu í New York.
Fyrstur Birgir Björn Magnússon lék vel á mótinu í New York. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kylfingurinn Birgir Björn Magnússon fagnaði sigri á Shark Invitational-háskólamótinu í golfi sem fram fór á Brookville-vellinum í New York í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Kylfingurinn Birgir Björn Magnússon fagnaði sigri á Shark Invitational-háskólamótinu í golfi sem fram fór á Brookville-vellinum í New York í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Birgir lék hringina þrjá alla á 70 höggum og vann öruggan sigur á samtals þremur höggum undir pari, eða á 210 höggum. Birgir, sem er 24 ára gamall Hafnfirðingur og keppir fyrir Golfklúbbinn Keili á Íslandi, stundar nám í Southern Illinois-háskólanum og hefur gert það frá árinu 2020.