Mark Roberto Firmino skorar annað mark sitt gegn Benfica á Anfield.
Mark Roberto Firmino skorar annað mark sitt gegn Benfica á Anfield. — AFP
Ensku liðin Liverpool og Manchester City eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir tvo gjörólíka leiki í átta liða úrslitunum í gærkvöld.

Ensku liðin Liverpool og Manchester City eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir tvo gjörólíka leiki í átta liða úrslitunum í gærkvöld.

Liverpool hóf leik gegn Benfica á Anfield með 3:1 forskot úr fyrri leiknum í Portúgal og náði aftur 3:1 forystu. Ibrahima Konaté skoraði fyrst og síðan Roberto Firmino tvívegis.

Concalo Ramos jafnaði inn á milli fyrir Benfica sem gafst ekki upp þó staðan væri 6:2 samanlagt. Roman Yaremchuk og Darwin Nunez skoruðu og jöfnuðu metin í 3:3 en forskoti Liverpool varð ekki ógnað. Liverpool vann 6:4 samanlagt og mætir Villarreal.

Manchester City varði 1:0-forskot sitt gegn Atlético Madrid í afar tilþrifalitlum leik í Madríd sem endaði með markalausu jafntefli. City leikur því við Real Madrid í undanúrslitunum þar sem verða tvö einvígi enskra og spænskra liða.