„Páskadagskráin mín er skemmtileg og samvera með fjölskyldunni í aðalhlutverki,“ segir Einar Bárðarson, útvarpsmaður og framkvæmdastjóri. Á morgun, föstudaginn langa, er mæting til Tolla Morthens í vinnstofu hans á Esjumelum.

„Páskadagskráin mín er skemmtileg og samvera með fjölskyldunni í aðalhlutverki,“ segir Einar Bárðarson, útvarpsmaður og framkvæmdastjóri. Á morgun, föstudaginn langa, er mæting til Tolla Morthens í vinnstofu hans á Esjumelum. Þar sýnir listamaðurinn nýjar flekastórar landslagsmyndir sem hann hefur málað á síðustu mánuðum, en fyrir slíkt kúnstverk hefur hann skapað sér sérstöðu.

„Við Tolli höfum fylgst að í áratugi og mér finnst alltaf gaman að fylgjast með viðfangsefnum hans og verkefnum,“ segir Einar sem á laugardagsmorgun er með fleirum á útvarpsvaktinni á K100 . Þar mæta góðir gestir í hljóðver í viðtöl og má þar meðal annars nefna sr. Jónu Hrönn Bolladóttur prest og Rúrik Gíslason knattspyrnumann.

„Mér eru páskarnir 1998 minnisstæðir enda finnst mér ég þá á óskastund. Á miðvikudagskvöldi fyrir páska kom ég á Stöð 2 með hljómsveitinni Skítamóral , sem þar og þá frumflutti lagið sem ég hafði nýlega samið og þeir tekið upp. Þetta var lagið Farin? Grípandi laglína og viðlag; formúlan virkaði og landinn lærði lagið á svipstundu. Þetta var smellur, sem fólk raulaði í sumarbústöðum, sundi, í sjoppum og annars staðar. Þarna lærði ég mikilvægi réttra tímasetninga fyrir mikilvæg skilaboð. Stórhátíðir eru tími fyrir góða frétt og grípandi lög.“