60 ára Sigurður ólst upp á Flateyri og í Hafnarfirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er fiskvinnsluskólagenginn en vinnur við sölu og þjónustu hjá Tandri. „Við seljum hreinlætisvörur og erum líka framleiðslufyrirtæki.
60 ára Sigurður ólst upp á Flateyri og í Hafnarfirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er fiskvinnsluskólagenginn en vinnur við sölu og þjónustu hjá Tandri. „Við seljum hreinlætisvörur og erum líka framleiðslufyrirtæki.“

Sigurður er mikill fjallgöngumaður og er í hópi sem heitir Toppfarar. „Árið 2019 fór ég í grunnbúðir Everest. Svo eru það Hrútfjallstindar sem nálgast í maí.“

Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Unnur Jenný Jónsdóttir, f. 1964, bókari á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Börn þeirra eru Kristófer, f. 1996, og Aníta Hulda, f. 2000. Börn Sigurðar frá fyrra sambandi eru Fannar Már, f. 1982, og Kristín Ösp, f. 1986. Barnabörnin eru orðin sex. Foreldrar Sigurðar eru Hulda Haffjörð, f. 1929, d. 2013, húsmóðir, og Kjartan Þórir Elíasson, f. 1925, d. 2002, málari.