Kolfreyjustaðarkirkja
Kolfreyjustaðarkirkja — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ÁRBÆJARKIRKJA | Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Lestur úr píslarsögunni, íhugun og tónlist. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlsssonar organista og Sr. Petrína Mjöll þjónar fyrir altari. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.
ÁRBÆJARKIRKJA | Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Lestur úr píslarsögunni, íhugun og tónlist. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlsssonar organista og Sr. Petrína Mjöll þjónar fyrir altari. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista og sr. Petrína Mjöll predikar og þjónar fyrir altari. Morgunmatur í safnaðarheimilinu á eftir. Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Andrea Anna og Thelma Rós leiða stundina.

ÁSKIRKJA | Skírdagur. Guðsþjónusta Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta Skjóli kl. 14.15. Sameiginleg guðsþj. Ás- og Laugarnessókna Laugarneskirkju kl. 20.

Föstudagurinn langi. Guðsþj. Áskirkju kl. 11. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta Áskirkju kl. 8. Páskamorgunverður Safnaðarfélags Áskirkju í Ási. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í veitingaskála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kl. 11.

Sumardagurinn fyrsti. Fjölskylduguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11. Lokasamvera barnastarfsins í vetur.

ÁSKIRKJA í Fellum | Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 10. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti er Drífa Sigurðardóttir.

BAKKAGERÐISKIRKJA | Annar dagur páska. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Bakkasystur syngja. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

BESSASTAÐAKIRKJA | Skírdagur. Helgistund, afskrýðing altaris kl. 17. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar fyrir altari. Garðaálfarnir, kór eldri borgara syngur. Organisti er Ástvaldur Traustason. Föstudagurinn langi. Helgiganga kl. 16 frá Bessastaðakirkju yfir í Garðakirkju en þar er helgistund kl. 17. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni og Margrét Eggertsdóttir leiða gönguna

Páskadagur. Hátíðarguðþjónusta kl. 8. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar fyrir altari ásamt Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur djákna. Álftaneskórinn syngur. Organisti er Ástvaldur Traustason. Heitt súkkulaði og rúnstykki í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

BÓLSTAÐARHLÍÐARKIRKJA | Páskadagur. Páskamessa kl. 14

Organisti er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Söngur: Almennur safnaðarsöngur. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur messar.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Skírdagur. Guðsþjónusta með heilagri kvöldmáltíð kl. 20. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Bergþóra Linda Ægisdóttir syngur og Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Sameiginlegur morgunverður eftir guðsþjónustu. Allir eru hvattir til að leggja eitthvað á borð.

Alþjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14. Prestar Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organisti er Örn Magnússon.

BÚSTAÐAKIRKJA | Skírdagur. Altarisganga kl. 20. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju, organisti Jónas Þórir. Séra Þorvaldur Víðisson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum.

Föstudagurinn langi. Píslasagan lesin kl. 13. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt messuþjónum. Gréta Hergils sópran syngur ásamt Matthíasi B.V. Nardeau óbóleikara og Jónasi Þóri kantor.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8, hátíðartón séra Bjarna. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja, kantor Jónas Þórir. Séra Þorvaldur Víðisson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Morgunverður í boði fyrir alla kirkjugesti að athöfn lokinni.

Annar dagur páska. Fermingarmessa kl. 10.30. Séra Þorvaldur Víðisson og séra Eva Björk Valdimarsdóttir. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar og félagskonur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar aðstoða.

DIGRANESKIRKJA | Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 9. Sr. Sunna Dóra Möller, sr. Karen Lind Ólafsdóttir, sr. Helga Kolbeinsdóttir. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Kammerkór Digraneskirkju. Morgunmatur að messu lokinni. Páskaeggjaleit kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans og prestar sjá um athöfnina

Hjallakirkja, skírdag, kl. 20. Máltíð Drottins. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Matthías V. Baldursson og Katrín Hildur Jónasdóttir sjá um tónlistarflutning. Föstudagurinn langi. Hjallakirkja, kyrrðarstund við krossinn kl. 20. Sr. Sunna Dóra Möller. Matthías V. Baldursson, Friðrik Karlsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson sjá um tónlist.

DÓMKIRKJAN | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 11. Messa kl. 20. Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn og Kári Þormar. Þættir úr Stabat Mater eftir Vivaldi. Flytjendur eru: Ólöf Ingólfsdóttir mezzosópran og Júlí-kvartettinn en hann skipa Júlíana Kjartansdóttir fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir fiðla, Sesselja Halldórsdóttir víóla og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir selló. Getsemanestund, andakt meðan altari

er afskrýtt. Föstudagurinn langi. Guðþjónusta kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og dómkirkjuprestar þjóna. Dómkórinn og Kári Þormar. Hátíðarmessa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar.

Æðruleysismessa klukkan 20. Sr. Fritz Már Berndsen, dómkirkjuprestar og Kristján Hrannar Pálsson.

Annar dagur páska. Prestsvígsla kl. 11.

Biskup íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti er Torvald Gjerde. Helgistund og máltíð í kirkjunni kl. 18. Stund með óvenjulegu sniði þar sem við borðum saman lambakjöt og einfalt meðlæti í kirkjunni í anda síðustu kvöldmáltíðar Krists, sameinumst í bæn, lofgjörð og sakramenti. Sr. Þorgeir Arason. Almennur söngur. Organisti Torvald Gjerde. Föstudagurinn langi: Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Almennur söngur. Organisti er Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messu. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti er Torvald Gjerde. Trompetleikur Elke Schnabel. Morgunkaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu. (Ath. enginn sunnudagaskóli á páskadag, næsti sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju er 24. apríl).

FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Skírdagur kl. 11. Fermingarmessa. Föstudagurinn langi. Helgistund við krossinn kl. 14. Stabat mater eftir tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi verður flutt og Píslarsagan lesin. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og félagar úr kór Fella- og Hólakirkju syngja. Arnhildur Valgarðsdóttir spilar undir og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.

Páskadagur kl. 9. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Reynir Þormar spilar á saxófón og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Xu Wen syngja. Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum á sama tíma. Eftir stundina er boðið upp á heitt súkkulaði og rúnstykki í safnaðarheimili kirkjunnar.

FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Skírdagur. Fermingar kl. 10, 11 og 13. Föstudagurinn langi. Samverustund við krossinn kl. 17. Flutt verður dagskrá í tali og tónum. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.

GLERÁRKIRKJA | Skírdagur. Fermingarguðþjónusta kl. 11. Kvöldmessa kl. 20 með Sindra Geir og Kór Glerárkirkju. Föstudagurinn langi. Kvöldstund með sr. Magnúsi og kór, Píslarsagan lesin og litanía sungin. Aðfaranótt páska, 16 apríl. Næturkyrrðarstund kl. 23. Íhugun og kveikt á páskakertinu. Páskadagur. Morgunguðsþjónusta kl. 9. Sr. Sindri Geir og sr. Guðmundur Guðmundsson leiða. Hátíðarguðsþjónusta með Valmari Väljaots og kór. Morgunmatur í safnaðarheimili kl. 10.

GRAFARVOGSKIRKJA | Skírdagur. Fermingar kl. 10.30 og 13.30.

Boðið til máltíðar kl. 20. Við minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar kl. 13-18. Fyrrum þjónandi prestar lesa og tónlistaratriði verða flutt. Laugardagur. Páskavaka kl. 23. Prestur er Magnús Erlingsson. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Magnea Tómasdóttir syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10.30. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Upprisuhátíð í Kirkjuselinu kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Einsöngur Hera Björk Þórhallsdóttir. Kaffi og súkkulaði á eftir.

GRENSÁSKIRKJA | Skírdagur. Altarisganga kl. 20. Altarið afskrýtt. Kirkjukór Grensáskirkju, organisti er Ásta Haraldsdóttir. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuhópi.

Föstudagurinn langi. Píslarsagan lesin kl. 11. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt lesarahópi. Kirkjukór Grensáskirkju annast tónlist ásamt Ástu Haraldsdóttur kantor. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8, hátíðartón séra Bjarna. Kirkjukór Grensáskirkju, Ásta Haraldsdóttir kantor. Sr. María G. Ágústsdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjóna. Morgunverður í boði fyrir alla kirkjugesti að athöfn lokinni.

Annar dagur páska. Fermingarmessa kl. 11. Séra María Guðrúnar. Ágústsdóttir, Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir kantor þjóna ásamt messuþjónum. Þriðjudagur 19. apríl. Kyrrðarstund kl. 12, einnig á netinu.

GRINDAVÍKURKIRKJA | Skírdagur. Orgelleikur, hugleiðslustund og síðasta kvöldmáltíðin kl. 20. Kaffi og meðlæti eftir stundina. Föstudagurinn langi. Kristján Hrannar Pálsson organisti leikur á orgelið kl. 13-16. Kaffi á könnunni. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Samvera eftir messu. Súkkulaði, kaffi og rúnstykki.

Páskaegg á hverju borði og málsháttur lesinn. Sr. Elínborg og Kristján Hrannar organisti leiða stundirnar.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Skírdagur. Fermingarguðsþjónustur kl. 10 og 11.30. Sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir. Kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Messuþjónn Guðný Aradóttir.

Jazzmessa kl. 20. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar. Tónlistarflutningur í höndum sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar á saxófón, Björns Thoroddsen á gítar og Ásbjargar Jónsdóttur á píanó.

Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Morgunverður í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. Organisti er Hrönn Helgadóttir og Kór Guðríðarkirkju.

HALLGRÍMSKIRKJA | Skírdagur. Messa og Getsemanestund kl. 20. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Í lok messu verður Getsemanestund. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Litanía Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi: Steinar Logi Helgason. Einsöngvari: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.

Föstudagurinn langi. Sigurður Skúlason flytur Passíusálmana kl. 13.-18.30.

Laugardagur kl. 17. Sálumessa – Requiem eftir Gabriel Fauré flutt af Kór Langholtsskirkju. Stj. Magnús Ragnarsson. Einsöngvarar: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Fjölnir Ólafsson. Björn Steinar Sólbergsson orgel.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Eiríkur Jóhannsson ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Kór Hallgrímskirkju flytur páskahelgileik úr Hólabók frá 1589. Stjórnandi er Steinar Logi Helgason. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Páskadagur kl. 11. Hátíðarmessa. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar ásamt sr. Eiríki Jóhannssyni. Kór Hallgrímskirkju. Stj. Steinar Logi Helgason. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Annar dagur páska. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari kl. 11. Kvintett syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

HÁTEIGSKIRKJA | Skírdagur. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir.

Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 14. Lestur Píslarsögunnar. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir. Morgunverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni í boði sóknarnefndar.

Annar dagur páska. Ferming kl. 10.30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur, organisti er Arngerður María Árnadóttir. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir.

HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 11. Föstudagurinn langi. Lágstemmd stund með lestri Passíusálma og Píslarsögu, tónlist og bænum kl. 11. Páskadagur. Páskamessa kl. 9. Boðið upp á morgunverð á kirkjulofti eftir stundina. Organisti er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Söngur: Kór Hólaneskirkju. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur messar.

HVALSNESKIRKJA | Föstudagurinn langi: Helgistund kl. 11. Píslarsagan lesin auk valinna versa úr Passíusálmum. Sungið milli lestra. Tónlist í umsjá Arnórs Vilbergssonar og Elmars Þórs Haukssonar. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 13. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Hátíðartónið flutt.

HVERAGERÐISKIRKJA | Föstudagurinn langi: Pílagrímaganga. Byrjað verður með örstuttri helgistund í Hveragerðiskirkju kl. 11.30 og gengið í Kotstrandarkirkju þar sem endað verður með helgistund kl. 13. Í helgistundinni í Kotstrandarkirkju mun Unnur Birna Björnsdóttir sjá um tónlist. Lesið úr Passíusálmum. Öllum er velkomið að taka þátt í helgistundinni, einnig þeim sem ekki taka þátt í göngunni.

Páskadagur. Hátíðarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 8. Morgunverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni í boði sóknarnefndar. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA á Skagaströnd | Páskadagur. Páskamessa kl. 11. Organisti er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Söngur: Kór Hólaneskirkju. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur messar.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Íslensk hátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju annan dag páska, 18. apríl, kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. Barn borið til skírnar. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

KIRKJA HEYRNARLAUSRA | Annar dagur páska. Messa verður í Kirkju heyrnarlausra í Grensáskirkju kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi eftir messu.

KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Páskadagur. Upprisuhátíð kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kaffi og súkkulaði á eftir.

KOTSTRANDARKIRKJA | Föstudagurinn langi. Helgistund kl. 13. Einnig hægt að taka þátt í göngu frá Hveragerðiskirkju í Kotstrandarkirkju sem hefst kl. 11.30. Unnur Birna Björnsdóttir sér um tónlist. Lesið úr Passíusálmum. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

KÓPAVOGSKIRKJA | Skírdagur. Ferming kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar kl. 21. Getsemanestund í kirkjunni, sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina, Lenka Mátéová leikur á orgel. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. Ólafía Jensdóttir syngur einsöng. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. Morgunverður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum, síðan verður gönguferð með sögufélagi Kópavogs um Sæbólshverfið.

LAUGARNESKIRKJA | Skírdagur. Kvöldmessa kl. 20. Bjartur Logi Guðnason er organisti og Kór Áskirkju. Sr. Sigurður Jónsson og sr. Davíð Þór Jónsson þjóna fyrir altari. Föstudagurinn langi. Hátíðarguðsþjónusta í Hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 10. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Athugið breyttan messutíma. Sumardagurinn fyrsti. Fermingarmessa kl. 11.

LÁGAFELLSKIRKJA | Skírdagur. Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Arndís Linn fermir og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Þórður Sigurðarson og sellóleikari er Birkir Blær Ingólfsson. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Prestur er Arndís Linn. Organisti er Þórður Sigurðarson. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.

MOSFELLSKIRKJA | Föstudagurinn langi. Píslargöngu og krossfestingar Jesú Krists minnst í tónum og við lestur biblíutexta kl. 17. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir stundina. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sellóleikari er Kristín Lárusdóttir. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.

NESKIRKJA | Skírdagur. Messa og máltíð í kirkjuskipinu kl. 18. Viðstaddir gæða sér á mat. Þeir sem geta leggja eitthvað á borð með sér. Brauði og víni er deilt út undir borðum. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Föstudagurinn langi. Helgistund kl. 11. Píslarsagan lesin og hugleidd. Tónlist í anda dagsins. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið. Martin Frewer leikur á fiðlu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur er Skúli S. Ólafsson.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni.

Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starsfólki barnastarfsins.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Föstudagurinn langi. Kvöldvaka kl. 20.30. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Kristján Hrannar stýrir kórnum. Ræðumaður er Elín Halldórsdóttir leikkona.

Páskadagur. Balletttjáning í Óháða söfnuðinum kl. 8. Séra Pétur þjónar fyrir altari. Aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Vera Panitch, leikur Vorið eftir Vivaldi á fiðlu við undirleik Kristjáns Hrannars. Óháði kórinn syngur hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar og leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns. Heitt súkkulaði og brauðbollur eftir messu.

SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Skírdagur. Páska-sunnudagaskóli kl. 12.30. Tónleikar með Margréti Eiri kl. 20. Boðið er til tónleika að kvöldi skírdags. Í hléi verður minnst atburða skírdags og boðið til altarisgöngu þar sem brauð verður brotið og bergt á vínberjum.

Föstudagurinn langi. Passíusálmarnir lesnir í heild sinni frá kl. 10 og fram eftir degi. Áheyrendur velkomnir að koma og hlusta eftir hentisemi. Kvöldstund við krossinn kl. 17. Píslarsagan lesin og litanían sungin.

Laugardagur 16. apríl: Fermingarmessa kl. 11. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8. Eftir messuna verður boðið til morgunverðar í safnaðarheimilinu. Páskamessa í Hvammskirkju á Laxárdal kl. 14. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir.

SELJAKIRKJA | Skírdagur: Fermingarmessa kl. 10.30 og 13, prestar kirkjunnar þjóna. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11, prestur er Bryndís Malla Elídóttir. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8, prestur er Ólafur Jóhann Borgþórsson, boðið verður upp á morgunverð að guðsþjónustu lokinni. Organisti við allar athafnir er Tómas Guðni Eggertsson og Kór Seljakirkju syngur.

SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í dag miðvikudag. Skírdagur. Messa kl. 11. Opnun málverkasýningar Óla Hilmars Briem Jónssonar eftir athöfn. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Kvöldmáltíðarsakramentið og máltíð á skírdagskvöld kl. 18 í kirkjunni. Fólk tilkynni þátttöku í síma 899-6979. Lestur allra Passíusálmanna á föstudaginn langa kl. 13-18. Seltirningar lesa og tónlist leikin á milli lestra. Kaffi á könnunni. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Morgunmatur í safnaðarheimli eftir athöfn.

SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir. Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Skírdagur. Altarisgöngumessa kl. 17. Arnór Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson leiða almennan söng. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 11. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Hátíðartónið flutt.

VALLANESKIRKJA | Föstudagurinn langi: Passíusálmastund kl. 17-18.30. Lestur og tónlist. Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti er Torvald Gjerde.

VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 14. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Föstudagurinn langi. Helgigangan í Fljótsdal kl. 11. Gangan hefst á stuttri helgistund í Valþjófsstaðarkirkju og svo er gengið í Skriðuklaustur með nokkrum áningarstöðum á leiðinni, þar sem lesið er úr Passíusálmunum og píslarsögunni. Gangan tekur um klukkustund og hægt er að kaupa hádegisverð í Klausturkaffi að henni lokinni. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Skúli Björn Gunnarsson.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 9.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er Bragi J. Ingibergsson.

ÞINGMÚLAKIRKJA | Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 14, sameiginleg fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir. Sr. Þorgeir Arason. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti er Torvald Gjerde.